Ari sýslumaður í Ögri

Ari í Ögri (1571-1652) var kominn af miklum höfðingjum, faðir hans var Magnús prúði Jónsson sýslumaður í Ögri og móðir hans Ragnheiður Eggertsdóttir, lögmanns í Ögri. Í eftirmælum um Ara er þess getið að fyrir tvítugt hafi hann verið 9 ár við nám í Hamborg en þar átti hann frændur í móðurætt. Hann tók við Barðastrandarsýslu eftir föður sinn en sleppti sýslunni nokkrum árum síðar til bróður síns, og tók við Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu. Þær hélt hann til dauðadags.

Ari bjó ýmist að Ögri eða á Reykhólum og varð stórauðugur. Hann var með hæstu mönnum, þótti harðdrægur mjög og hélt fast um sitt. Kona hans var Kristín dóttir Guðbrands Hólabiskups. Ari er einna þekktastur fyrir framgöngu sína í Spánverjavígunum sem er talið eitt af mestu grimmdarverkum Íslandssögunnar.

Mailing list