Arngrímur lærði Jónsson

Image
Arngrímur lærði
Arngrímur Jónsson (1568-1648) nam í Kaupmannahöfn og varð prestur og prófastur á Mel í Miðfirði, en var lengstum á Hólum sem aðstoðarmaður Guðbrands biskups Þorlákssonar. Hann var einn höfuðfulltrúi þeirrar endurreisnar í menntun og menningu sem blómgaðist á Íslandi eftir siðaskiptin.

Arngrímur skrifaði mörg rit bæði á íslensku og latínu og átti drjúgan þátt í að vekja áhuga lærðra erlendra manna á íslenskum fornfræðum. Frægasta verk hans Crymogæa er skrifað á latínu og er fyrsta samfellda saga Íslendinga.

Mailing list