Árni Magnússon

Image
Árni Magnússon
Árni Magnússon (1663-1730) var fæddur á Kvennabrekku í Dölum, sonur Magnúsar Jónssonar prests og Guðrúnar Ketilsdóttur. Hann útskrifaðist úr Skálholtsskóla 1683 og sigldi til Hafnar þar sem hann tók próf í guðfræði. Að því loknu sneri hann til Íslands og hóf að safna handritum. Hann varð prófessor við Hafnarháskóla í fornfræði og síðar í sögu og landafræði.

Árni var einn höfuðfulltrúi þeirra vísindalegu framfara sem höfðu verið í gerjun allt frá endurreisninni. Hann var skynsemistrúarmaður, framfarasinnaður föðurlandsvinur, fjölmenntaður og gagnrýninn og skipulegur í hugsun.

Mailing list