Rún, galdrabók. Útgáfudagur

run-kapaGaldrasýning á Ströndum hefur undanfarið unnið að útgáfu galdrabókarinnar Rún, sem var skrifuð upp í Hólum í Staðardal á Ströndum. Stefnt er að útgáfu bókarinnar þann 10. nóvember. Rún galdrabók er litprentun af upprunalegu handriti og með þýðingu yfir á ensku. Í bókinni eru fyrirtaks dæmi um forn galdrablöð og er full af galdri, leyniletri og stafrófum. Bókina verður hægt að nálgast í vefverslun Strandagaldurs og á Galdrasafninu á Hólmavík. Hægt er að skrá sig fyrir tilkynningu um það hvenær bókin kemur út með því að skrá netfang sitt eftir að smellt hefur verið hér

Mailing list