1546


Sr. Þorleifur Björnsson fær aflausn fyrir töfra. Hann bjó á Reykhólum og var sonarsonur Þorleifs hirðstjóra. Ákæra sóknarbarnanna nefndi „óhæfilegt kvennafar og töfra“. Til eru eftir hann lækninga- eða galdrablöð sem varðveitt eru í Árnastofnun. Þorleifur taldi sig ekki geta svarið og fékk umvöndun Gissurar biskups Einarssonar eftir að málið kom upp í visitasíu biskups. Hann iðraðist síðan í Vatnsfirði játningar sinnar þar sem rætt er um „iðkun djöfullegrar fjölkynngi“. Sr. Þorleifur á Reykhólum var neyddur af Staðarhóls-Páli til að selja jörðina, eftir það bjó hann að Stað á Reykjanesi.

Mailing list