1554


Velættaður prestur í Eyjafirði, séra Oddur Þorsteinsson, átti Geirdísi dóttur séra Torfa Jónssonar í Saurbæ norður. Hann féll með systur hennar, Arnfríði, sem þá var barn að aldri. Var sagt að hann hefði komist yfir hana með konstrum og nauðgað henni. Fyrir það var séra Oddur dæmdur af Oddi lögmanni Gottskálkssyni árið 1554 á Spjaldhaga í Eyjafirði útlægur af Norðlendingafjórðungi alla sína æfi og að hann skyldi missa hægri höndina, nema valdsmaður vildi meiri miskunn á gera, og loks skyldi skera af honum bæði eyrun ef hann gyldi ekki ráðspjöllin fyrir þessa stúlku. Sr. Oddur mun hafa greitt Arnfríði stórfé í skaðabætur. Hún giftist síðar Halli Magnússyni. En höfuðsmaðurinn, Páll Stígsson, náðaði séra Odd svo hann hélt lífi og fékk prestsembætti aftur. Hélt hann þá Tröllatungu í Steingrímsfirði og dó þar. Sjá um syni Odds sem brutu Mókollshaug 1610.

Mailing list