1605

Í febrúarmánuði ritar séra Snæbjörn Þorvaldsson prestur í Kirkjubólsþingum að þennan vetur hafi margir menn dáið bráðum dauða eða af einhvers konar pestsótt í Trékyllisvík og nokkrir bæir hafi með öllu lagst í eyði. Lýsingar á sjúkdómnum fylgja og upptalning á fjölda dauðra. Á Stað í Steingrímsfirði voru átta lík jarðsett á einum degi. Á Kálfanesi urðu tíu eða ellefu bráðdauðir.

Mailing list