Jón ríðumaður (Jónsson, Sýjuson) - brenndur 1650

Jón Ríðumaður var dæmdur fyrir endurtekið hórdómsbrot og barneign með stjúpdóttur sinni. Hún meðgekk og var henni drekkt. Jón þótti hins vegar harðsvíraður og viðurkenndi ekkert.

Hann var hálshöggvinn á þingi en illa gekk að aflífa hann „varð ei krassað af honum höfuðið í 30 höggum; vafðist exin upp sem í stein hjyggi."

Í skóm hans fundust eikarspjald og brot af hauskúpu með hárinu á, hvort tveggja með galdrastöfum og þótti þá öruggara að brenna skrokkinn.

Sagan segir að Jón þessi hafi kennt Sveini skotta galdur.

Mailing list