Draumagras

Draumagras er einnig kallað mánaðargras, kveisugras og tröllafingur. Grasið er grátt að lit, með liðum neðan um legginn og hnapp á endanum. Það vex fyrst allra grasa og er fullvaxið þann 16. maí. Þann dag á að taka það og geyma í guðspjalli þann 16. sunnudag eftir trinitatis. Síðan á að saxa það smátt saman við messuvín og og taka inn á fastandi maga hvern morgun, ver það þá gegn holdsveiki og allri innvortis kveisu. Sé það látið í hársrætur sér rétt fyrir svefninn mun maður fá svör við spurningum sínum.

Mailing list