Krummarnir

Bræðurnir komnir út

Krummabræðurnir Brynjólfur biskup og séra Páll eru komnir út undir bert loft en nauðsynlegt var að halda þeim inni vegna tíðarfarsins undanfarið og vegna þess hve uppburðalitlir þeir hafa verið en þessir krummar hafa komið afar seint úr eggi. Þeim leið að vonum vel í sólinni og svölum gustinum í gær þar sem þeir kúrðu og viðruðu sig í útilaupnum við Galdrasafnið á Hólmavík. Þeir eru farnir að snyrta sig sjálfir og og vaxtaverkirnir hljóta að vera miklir en það má nánast sjá þá stækka. Brynjólfur biskup er ennþá talsvert minni og sr. Páll heldur stundum að bróðirinn sé biti handa honum, en allt sem er rétt að þeim er matur í þeirra augum. Þessi meðfylgjandi mynd var tekin af þeim í gær þar sem þeir sleiktu sólskinið.

braedurnir
Bræðurnir gapa í laupnum sínum og njóta lífsins. Brynjólfur biskup er sá sem snýr fram á myndinni.

Fleiri greinar...

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL

Fyrsta
Fyrri
1