Fréttir

ImageNýjum vörum hefur verið bætt í Strandabúðina sem er vefverslun Galdrasýningar á Ströndum. Nú er hægt að nálgast þar hvers kyns vandaða skartgripi með galdrastöfum auk rúnahálsmena úr silfri sem tákna flesta bókstafi. Auk þess er þar bækur að finna og þar á meðal nýútgefna bók með umfjöllun um ástargaldra um víða veröld. Slóðina inn á Strandabúðina er að finna hér,  en vörur eru sendar þaðan samdægurs á öll heimshorn.

ImageFrumrannsókn á basknesku hvalveiðistöðinni í Hveravík við Steingrímsfjörð er lokið og fyrir liggur skýrsla þeirra félaga, Ragnars Edvardssonar fornleifafræðings og Magnúsar Rafnssonar sagnfræðings. Í skýrslunni er rannsóknin útskýrð bæði út frá sagnfræðilegum og fornfræðilegum aðferðum og niðurstöður í þessari frumrannsókn birtar. Í skýrslunni er fjöldi uppdrátta og ljósmynda, en hana er hægt að lesa í heild sinni hér á vef Galdrasýningar á Ströndum. Einnig er hægt að kaupa hana í pappírsformi á kr. 1.500 hjá Galdrasýningunni. Kaldrananeshreppur styrkti rannsóknina nýlega rausnarlega með 100.000 kr. framlagi, en vonast er til að áframhaldandi rannsóknir og enn frekari uppgröftur hefjist aftur strax næsta sumar.

Read more...

ImageSpennusagan Þriðja táknið, sem er frumraun rithöfundarins Yrsu Sigurðardóttur á sviði glæpasagna, er í öðru sæti á metsölulista síðustu viku. Galdrasýning á Ströndum kemur talsvert við sögu í bókinni en upphaf sögunnar er að lík af ungum manni finnst í Reykjavík haustið 2005 og hefur torkennilegt tákn verið rist á það. Fjölskylda hins látna í Þýskalandi er ósátt við rannsókn lögreglunnar á morðinu og fær ungan íslenskan lögmann, Þóru Guðmundsdóttur, til að kynna sér málavöxtu upp á eigin spýtur. Inn í málið blandast áköf leit að fornu bréfi og alræmdu riti frá miðöldum ásamt galdrafárinu á Íslandi. Og áður en Þóra veit af hefur hún sogast inn í veröld sem hún vissi ekki að væri til.

Read more...

Image
Eldri heimasíða Strandagaldurs
Unnið er að gerð nýrrar heimasíðu Galdrasýningar á Ströndum en það var orðið nauðsynlegt að koma henni í gagnagrunn til að geta haldið utan um allt efnið sem er komið inn á síðuna. Fyrir valinu var vefumsjónarkerfið Mambo sem hentar vel til að halda utan um alla flokka fyrir jafn yfirgripsmikinn vef. Við tækifærið verður bætt við fleirum flokkum og talsverðu efni að auki bætt inn á Viskubrunninn. Gamla síðan er ennþá í fullu gildi en ekki er gert ráð fyrir að þessi síða verði tilbúin á öllum tungumálum fyrr en líða fer á veturinn. Þeir sem álpast hingað inn eru hvattir til að skoða sig um en er líka bent á eldri síðuna, en þessa stundina er ekki allt efni af henni komið yfir á galdrasyning.is. Hægt er að fara á eldri síðuna með því að smella á þessa krækju.

More Articles...

Page 14 of 16

14

Mailing list

Restaurant Galdur