Fréttir

4. apríl 2005
Strandagaldur auglýsir eftir starfsfólki sumarið 2005. Umsóknarfrestur er til 20. apríl n.k. og gerð er krafa til umsækjenda að þeir búi yfir líflegri framkomu, samviskusemi, hafi gott vald á enskri tungu ásamt því að hafa áhuga fyrir starfinu og séu 18 ára eða eldri. Galdrasýningin verður opin alla daga frá kl. 10:00 - 18:00 alla daga frá 1. júní - 15. september. Hægt er að sækja um starf á heimasíðu Galdrasýningar á Ströndum og einnig er hægt að senda venjulega póst með upplýsingum sem tilteknar eru á heimasíðunni á heimilisfangið:

Read more...

2. apríl 2005
Á dögunum fékk fornleifaverkefni á Ströndum styrk úr Fornleifasjóði að upphæð 600 þúsund. Maðurinn á bak við það er Ragnar Edvardsson fornleifafræðingur hjá fornleifadeild Náttúrustofu Vestfjarða, en verkefnið er samvinnuverkefni Strandagaldurs og Náttúrustofu Vestfjarða.. Ætlunin er að skoða minjar og tóftir á Strákatanga við Hveravík í Kaldrananeshreppi og rannsaka með því búsetu baskneskra hvalveiðimanna á Íslandi og samskipti þeirra við íslenskt samfélag á 15., 16. og 17. öld.

Read more...

22. febrúar 2005
Galdrasýning á Ströndum tók þátt í stórkostlegri dagskrá í Háskólabíói á Vetrarhátíð Reykjavíkur á laugardaginn. Sýnd var þögla sænska kvikmyndi Håxen frá 1922 við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónlist eftir Barða Jóhannsson. Eftir kvikmyndatónleikana gerði Sigurður Atlason í hlutverki galdramannsins af Ströndum, tilraun til að fjölga mannkyninu með göldrum við mikla kátínu. Magnús Rafnsson flutti síðan fyrirlestur á Galdraþingi í Háskólabíó sem haldið var eftir sýninguna, ásamt öðrum kunnum fræðimönnum.

Read more...


Nábrækur Galdrasýningar á Ströndum virða Ásdísi fyrir sér2. febrúar 2005
Strandagaldur hóf um mánaðarmótin verkefni sem á að stuðla að auknu vöruúrvali í framtíðinni hjá Galdasýningu á Ströndum. Til verkefnisins hefur verið ráðin handverkskonan og þúsundþjalasmiðurinn Ásdís Jónsdóttir. Hefur hún þegar hafist handa við að koma í mynd og útfæra hugmyndir að söluvarningi sem hafa verið að fæðast hjá forsvarsmönnum Galdrasýningarinnar undanfarna mánuði.

Read more...

More Articles...

Page 15 of 16

15

Mailing list

Restaurant Galdur