Fréttir

ImageHringlaga múrsteinshlaðin bræðsluofn frá fyrri hluta 17. aldar hefur nú komið í ljós við fornleifauppgröftinn í Hveravík við Steingrímsfjörð. Þar hafa Strandagaldur og Náttúrustofa Vestfjarða unnið að rannsóknum undanfarið um hvort áberandi tóftir á Strákatanga séu rústir fornrar hvalveiðistöðvar baskneskra hvalfangara. Að öllum líkindum mun svo vera en á síðasta ári voru gerðir könnunarskurðir og í þeim komu í ljós ýmsar leifar, s.s. leirkersbrot, múrsteinabrot og reykpípur. Undanfarna viku hafa Ragnar Edvardsson fornleifafræðingur og Magnús Rafnsson sagnfræðingur haldið greftrinum áfram og einbeitt sér að staðnum þar sem líkur voru taldar að bræðslan sjálf hafi verið.

Read more...

Þrátt fyrir að ferðamannatímabilið sé opinberlega lokið á stórum hluta landsins þá slæðast enn gestir á Galdrasafnið á Hólmavík. Síðbúnir ferðamenn eiga leið um Strandir á þessum árstíma og njóta þess sem haustið hefur upp á að bjóða. Galdrasýningin er opin þeim og öllum öðrum sem hafa áhuga á að líta við í heimsókn. Fólki er velkomið að fá sýninguna opnaða, en símanúmer er á plakati við dyrnar til hvatningar til þeirra sem eiga leið um svæðið.

Þriðja tákniðSænska sjónvarpið var nýverið á Hólmavík við upptökur á sjónvarpsþætti um íslenskar bókmenntir sem verður sýndur í sænska ríkissjónvarpinu í desember. Þar var tekið var viðtal við Yrsu Sigurðardóttur rithöfund en hún skrifaði skáldsöguna Þriðja táknið fyrir síðustu jól. Galdrasýning á Ströndum kemur nokkuð við sögu í bókinni. Að sögn sænsku sjónvarpsmannana kom aldrei annað til greina en að taka viðtalið við Yrsu á Hólmavík og tengja sýninguna inn í þáttinn. Þriðja táknið hefur verið þýdd yfir á fjögur tungumál og þar á meðal sænsku. Í þættinum kemur einnig fram galdramaður af Ströndum sem kennir Svíum m.a. að verja sig gegn ósannsögli stjórnmálamanna. Sænska sjónvarpið sendi fimm manna tökulið til Íslands að taka viðtöl við nokkra vel kunna íslenska rithöfunda og ferðin til Hólmavíkur voru einu kynni þeirra af landsbyggðinni.

Read more...

Í tengslum við fornleifauppgröft á hvalveiðistöð baskneskra hvalveiðimanna í Hveravík við Steingrímsfjörð sem Strandagaldur er þátttakandi í, er stefnt að því að Steingrímsfjörður verði Mekka hvalaskoðunar úr landi á Íslandi. Til þess að svo megi vera þarf að skrásetja hvalakomur í Steingrímsfjörð og reyna að sjá nokkuð nákvæmlega hvar og hvenær árs er helst von til þess að sjá hvali á firðinum. Haldin verður skrá um hvalakomur og reynt að átta sig á því á hvaða árstíma er helst von til að berja þessi risaspendýr augum. Sjómenn eru sérstaklega beðnir um að hafa augun hjá sér og tilkynna um hvalaferðir á firðinum.

Vonir standa til að í framtíðinni verði hægt að markaðssetja Steingrímsfjörð sem ákjósanlegan stað til hvalaskoðunar og náttúruskoðunar af landi og stefnt er að því að setja upp öfluga sjónauka á nokkrum vel völdum stöðum sitthvorum megin við fjörðinn.  Vonast er til þess að íbúar við Steingrímsfjörð taki virkan þátt í þessu verkefni og tilkynni hvalakomur í gegnum tilkynningarformið.

Gert er ráð fyrir því að þessar rannsóknir standi yfir í þrjú til fjögur ár og allar ljósmyndir af hvölum í Steingrímsfirði eru vel þegnar. Hér á vinstri hönd er að finna tengil inn á tilkynningarsíðuna, Er hvalur á firðinum?, og upplýsingarnar berast þaðan í tölvupósthólf Strandagaldurs.

Image
Sjáendur hvala við Steingrímsfjörð eru m.a. beðnir um að fylla út á hvaða ofangreindu svæði á firðinum þeir urðu hvala varir

More Articles...

Page 11 of 16

11

Mailing list

Restaurant Galdur