Wednesday, 24 May 2006 15:34

Dalbær á Snæfjallaströnd
Snjáfjallasetur á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi mun þann 24. júní næstkomandi halda málþing og efna til sýningar um Spánverjavígin sem áttu sér stað árið 1615. Verkefnið er unnið í samvinnu við verkefnið Vestfirði á miðöldum, Strandagaldur, Náttúrustofu Vestfjarða og fleiri aðila. Sýningin og málþingið verða í Dalbæ á Snæfjallaströnd 24. júní 2006 kl. 15-18, í næsta nágrenni við þá staði þar sem vígin áttu sér stað. Er ókeypis á málþingið og sýninguna þennan dag. Á dagskránni er einnig vettvangsskoðun með leiðsögn í Æðey, Sandeyri og Ögur.
Read more...