Fréttir

Image
Hvalur á Steingrímsfirði
Strandagaldur vinnur í samvinnu við Náttúrustofu Vestfjarða að fornleifarannsóknum á minjum baskneskra hvalveiðimanna á Strákatanga í Hveravík í Steingrímsfirði. Stefnt er að því að í framtíðinni verði hægt að nýta staðinn sem athyglisverðan stað í ferðaþjónustu og að Steingrímsfjörður verði Mekka hvalaskoðunar úr landi á Íslandi. Til þess að svo megi vera þarf að skrásetja hvalakomur í Steingrímsfjörð og reyna að sjá nokkuð nákvæmlega hvar og hvenær árs er von til þess að sjá hvali, en það er nokkuð algeng sjón að sjá hvalavöður og einstaka hvali á firðinum.

Read more...

Máladeyfa
Galdrastafurinn Máladeyfa dugar vel í kosningabaráttu
Strandagaldur hefur gengið til liðs við alla frambjóðendur og kjósendur í landinu og tekið saman á sérstökum kosningavef góð ráð sem duga vel í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fara fram næstkomandi laugardag. Þar er meðal annars að finna ráð til frambjóðenda að afla fylgis og að hafa betur í kappræðum. Kjósendur geta leitað ráða til að komandi sveitarstjórnarmenn gangi ekki á bak orða sinna og vinni og dugi vel næsta kjörtímabil. Slóðina inn á kosningavef galdramanna á Ströndum er að finna hér.

Dalbær á Snæfjallaströnd
Dalbær á Snæfjallaströnd
Snjáfjallasetur á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi mun þann 24. júní næstkomandi halda málþing og efna til sýningar um Spánverjavígin sem áttu sér stað árið 1615. Verkefnið er unnið í samvinnu við verkefnið Vestfirði á miðöldum, Strandagaldur, Náttúrustofu Vestfjarða og fleiri aðila. Sýningin og málþingið verða í Dalbæ á Snæfjallaströnd 24. júní 2006 kl. 15-18, í næsta nágrenni við þá staði þar sem vígin áttu sér stað. Er ókeypis á málþingið og sýninguna þennan dag. Á dagskránni er einnig vettvangsskoðun með leiðsögn í Æðey, Sandeyri og Ögur.

Read more...

Image
Rannsóknir á hvalveiðum baska halda áfram
Síðastliðið haust var hafist handa við fornleifarannsóknir á Strákatanga í Hveravík við norðanverðan Steingrímsfjörð. Þá voru grafnir könnunarskurðir til að kanna búsetu baskneskra hvalveiðimanna á Ströndum. Nú hefur Fornleifasjóður styrkt áframhaldandi vinnu við verkefnið, en Baskarannsóknin var ein af sjö fornleifarannsóknum sem fengu styrk úr sjóðnum á þessu ári. Fékkst 600 þúsund til framhaldsrannsóknar, en unnið er að fjármögnun víðar til að hægt sé að vinna áfram að verkefninu næstu ár.

Read more...

More Articles...

Page 13 of 16

13

Mailing list

Restaurant Galdur