Þrátt fyrir að ferðamannatímabilið sé opinberlega lokið á stórum hluta landsins þá slæðast enn gestir á Galdrasafnið á Hólmavík. Síðbúnir ferðamenn eiga leið um Strandir á þessum árstíma og njóta þess sem haustið hefur upp á að bjóða. Galdrasýningin er opin þeim og öllum öðrum sem hafa áhuga á að líta við í heimsókn. Fólki er velkomið að fá sýninguna opnaða, en símanúmer er á plakati við dyrnar til hvatningar til þeirra sem eiga leið um svæðið.