ImageStrandagaldur auglýsir eftir starfsfólki á Galdrasafnið á Hólmavík sumarið 2008.  Gerð er krafa til starfsfólks Galdrasafnsins að það búi yfir líflegri framkomu, samviskusemi, hafi gott vald á enskri tungu ásamt því að hafa áhuga fyrir starfinu. Starfsfólk þarf að vera orðið 18 ára og grænir fingur koma að góðu gagni. Galdrasafnið á Hólmavík er opið alla daga frá kl. 10:00 - 18:00 frá 1. júní - 15. september. Ráðnir verða tveir starfsmenn sem skipta á vinnudögum á milli sín. Unnið er tvo daga í senn og þrjá daga um aðra hvora helgi. 

 Umsóknir skal senda á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it og einnig er hægt að senda umsóknir með venjulegu pósti á heimilisfangið:

Strandagaldur ses
Höfðagata 8-10
510 Hólmavík

Umsóknarfrestur er til 28. apríl n.k.

Á Galdrasýningu á Ströndum koma þúsundir gesta af öllum þjóðernum yfir sumarið og starfið felst í því að afgreiða þá og veita þeim upplýsingar um safnið ásamt því að halda því og umhverfi þess þrifalegu. Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður Atlason, s: 897 6525.