Malbikað alla leið frá Reykjavík til Hólmavíkur

- og aðeins 233 km akstur

Með opnun nýs vegar um Arnkötludal, á milli Reykhólasveitar og Stranda styttist leiðin til Hólmavíkur frá höfuðborgarsvæðinu um ríflega 40 km auk þess sem vegurinn er malbikaður alla leið. Með opnun þessarar miklu samgöngubótar ætti það að taka aðeins 2 1/2 - 3 klst að heimsækja Galdrasafnið á Hólmavík. Hér að neðan er vegakort sem við útbjuggum til að útskýra leiðina betur. Með þessari nýju leið opnaðist líka á skemmtilegan hring þannig að það þarf ekki að fara alveg sömu leið til baka. Galdrasafnið er opið alla daga yfir veturinn, en gott er að hringja á undan í síma 897 6525 og láta vita af komu sinni og einnig ef gestir okkar vilja fá eitthvað að borða á Kaffi Galdri í leiðinni.

Image