Þórður Guðbrandsson - brenndur 1654

Árið 1652 tók að bera á miklum og undarlegum veikleika meðal íbúa Trékyllisvíkur á Ströndum, einkum hjá kvenfólki. Plágan gerði fyrst vart við sig skömmu eftir manntalsþing í Árnesi árið 1651. Á því þingi kvað Þorleifur Kortsson sýslumaður upp þann úrskurð að Guðrún Hróbjartsdóttir sem var á vist með Þórði Guðbrandssyni skyldi fara þaðan á brott að kröfu bræðra hennar og móður. Þegar bræðurnir fóru að sækja hana greip hana mikil sótt sem batnaði jafnskjótt og þeir fóru. Eins fór þegar þeir höfðu hana heim með sér úr kirkju, varð hún þá mikið veik og batnaði ekki fyrr en hún kom aftur í Munaðarnes. Af þessu þótti mega ráða að Þórður hefði gert henni veikina með göldrum.

Við yfirheyrslur viðurkenndi Þórður að hafa séð djöfulinn í tófulíki og að hann hefði sært þennan djöful með þeim orðum, illum og góðum, sem hann frekast hefði kunnað.

Þórður var brenndur í Kistu í Trékyllisvík, Strandasýslu.
Sjá einnig: Undrin í Trékyllisvík.