Þorbjörn Sveinsson - brenndur 1677

Á þingi var brenndur Þorbjörn Sveinsson, Grenjadals-Tobbi, úr Mýrasýslu fyrir þrjú galdrakver og skinnlengjur með pári og galdrastöfum sem fundust á honum.

Þorbjörn viðurkenndi að hafa skrifað mest af þessu og að hafa prófað galdur til að spekja fé. Ekki er þess getið hvort hann hafi mein gert, en hann hafði fáum árum áður verið hýddur og brennimerktur fyrir þjófnað. Hann var brenndur á Þingvöllum sama dag og Bjarni Bjarnason.