Lbs 143 8vo

Á handritadeild Landsbókasafns - Háskólabókasafns er geymd skinnskræða frá 17. öld (Lbs. 143, 8vo) sem hefur að geyma nokkra galdrastafi og auk þess ýmsa texta á íslensku og latínu. Mikið af textunum er með kristnu ívafi, þar á meðal bréf frá Kristi sem mun upprunnið í Þýskalandi. Flestir stafir í skræðunni eru varnarstafir.

Hér að neðan er að sjá fjórar síður úr skræðunni.

Image

Image

Image
Stafirnir fjórir "standa við galdri úr öllum fjórum áttum veraldarinnar. Ber þá á sér."

Image
Róðukrossinn var "brúkaður af fyrri mönnum móti óvinum sínum þá þeir áttu von á þeim".

Ljósm.: Landsbókasafn - Háskólabókasafn