Lausnarsteinn

Lausnarsteinn auðveldar fæðingu. Hans var aflað með því að múlbinda arnarunga og sótti móðirin þá lausnarstein til að leysa þá. Þurfti að vera nærri og grípa steininn því annars fór hún með hann á fertugt dýpi um leið og ungarnir voru orðnir lausir.

 

Lausnarsteinn leysir konu frá fóstri sínu og þarf ekki að gera annað en leggja hann á kvið konunnar eða gefa henni vatn eða vín sem steinninn hefur legið í eða verið skafinn út í.

Sumir segja að lausnarsteinarnir hafi verið tveir, karkyns og kvenkyns. Það er kvenkyns steinninn sem léttir konum fæðingu.

 

Best er að afla sér lausnarsteins á Jónsmessunótt.

 

Annar lausnarsteinn finnst sjórekinn, oftast á Hornströndum.

Mailing list