Segulsteinn

Segulsteinn er góður til að vita hver hefur stolið frá manni. Nöfn þeirra sem grunaðir eru um stuldinn eru skrifuð á blað og steinninn lagður fyrir neðan nöfnin, fer þá steinninn á nafn þess sem sekur er.

 

Önnur aðferð er að mylja hann saman við hrátt deig og messuvín og baka í eldi. Svo skal gefa þeim að éta sem grunaður er um þjófnað. Ef í honum stendur er hann þjófur, en annars ekki.

Mailing list