1703


Laugardaginn fyrir Mikaelsmessu lagði út Höfðaskip. Þar var kominn á til siglingar litari sá er verið hafði á Þingeyrum veturinn fyrir og önnur þernan danska er út hafði komið í Höfðanum hið fyrra vorið. Gerði þá veður ógnarlegt og óvenjulegt af norðri; gekk það sunnudaginn, mánudaginn og þriðjudaginn. Hraktist kaupskip það inn á Reykjarfjörð á Ströndum og lagðist þar á höfnina við lífakkerið því hin tvö voru áður ónýt orðin; slitnaði þá strax kaðallinn en skipið rak upp í sandinn og brotnaði svo að það fylltist af sjó. Var öllu góssinu bjargað; voru þar á 12 fálkar sem Laurits lögmaður hafði látið taka áður um sumarið og ætlað til siglingar (sumir sögðu að senda kóngi). Komust þeir og heilir af.

Fyrsta manntal á Íslandi.

Mailing list