1711


Jón Sigurðsson í Húnavatnssýslu kærður af Sigríði Jónsdóttur fyrir að valda sér veikindum og einnig af Guðmundi Konráðssyni og konu hans Þuríði Guðmundsdóttur fyrir að valda veikindum Þuríðar. Dæmdur saklaus, ákæran sögð aðallega komin til af fávísi ákærenda.

Sigfús Þorláksson á Grund í Eyjafirði ákærður fyrir fjölkynngi af Eiríki Jónssyni á Dvergsstöðum. Báðir mættu á alþing. Eiríkur taldi Sigfús valdan að veikindum barns síns. Heima höfðu ástæður verið taldar veikar og málinu var vísað aftur heim þar sem Eiríki var ætlað að finna talsmann og málsbætur fyrir ákærunni. Eiríki skipað að biðja Sigfús fyrirgefningar og síðar að greiða Sigfúsi kostnað af þingreiðum.

Mailing list