1719


Lesin var upp á þingi dómsprósess úr Arnarfirði um mál Sigmundar Atlasonar, Sigurðar Gíslasonar og Jakobs Jónssonar sem viðurkenndu að hafa haft undir höndum blöð nokkur. Á næsta þingi (1720) voru þeir dæmdir til sekta til hospítalsins.

Borin var undir lögréttu ákæra upplesin á Auðkúlu um veikindi með galdri. Lögrétta svarar:

Magnús Jónsson á og skal engan eið afleggja fyrir líkindalausan áburð Jóns Jónssonar.

Sýslumaðurinn aðvaraður um að hann ei þvílík marklítil mál oftar til lögréttunnar úrlausnar setji.

Með þessum orðum lögréttu er talið að galdraöld ljúki.

Mailing list