Fimmtán meintar nornir brenndar í Kenýa

ImageÆstur múgur í vesturhluta Kenýa brenndi fimmtán konur lifandi þar sem þær voru grunaðar um galdra. Atburðurinn átti sér stað í Nyamaiya-héraði og segir héraðsstjórinn, Mwangi Ngunyi, ólíðandi að fólk taki lögin í sínar hendur vegna gruns um glæp. Segir hann að þeir sem stóðu á bak við morðin verði fundnir og dæmdir fyrir athæfið.
Um eitt hundrað manna hópur fór hús úr húsi í þorpinu Nyakeo í gærkvöld þar sem konurnar voru teknar höndum og kveikt í þeim.
Ættingjar kvennanna eru niðurbrotnir segir eiginmaður einnar að hann trúi því ekki að eiginkona hans til fjölda ára hafi verið tekin af lífi án dóms og laga.

Mailing list