Sveinn skotti Axlar-Bjarnarson - brenndur 1648

Til er bréf frá Brynjólfi biskup Sveinssyni frá 1646 þar sem hann kærir Svein skotta fyrir foröktun guðs orðs og sakramentis og að hafa iðkað djöfulsins íþróttir. Sveinn hafði þá tvívegis verið hýddur, m.a. fyrir nauðganir, en á Öxarárþingi þetta ár var hann hýddur „svo mikið sem hann má mest bera" og skorið af honum annað eyrað, en jafnframt dæmdur réttdræpur ef hann brjóti af sér á ný.

Sveinn var síðan tekinn fyrir nauðgunartilraun og hengdur á Barðaströnd 1648.

Mailing list