Fréttir

Strandagaldur hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða gestum á Galdrasýningunni á Hólmavík upp á áætlunarferðir á milli sýninganna á Hólmavík og Kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði. Að sögn Sigurðar Atlasonar framkvæmdastjóra Strandagaldurs þá var ákveðið að bjóða upp á þetta þar sem það eru hvort sem er nánast daglegar ferðir á milli sýninganna á vegum Strandagaldurs. Hann gerir ekki endilega ráð fyrir mikilli ásókn í þjónustuna þar sem langflestir ferðamenn eru á eigin bílum eða bílaleigubílum en hann segir að það slæðist þó inn á milli gestir á Galdrasafnið sem hafa komið til Hólmavíkur hjólandi, gangandi eða með rútu og hafi takmarkaða möguleika á að komast á sýninguna Kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði.

"Þetta er svona tilraun til að auka við þjónustuna og ég geri ráð fyrir að með tíð og tíma þá spyrjist það út að þessi þjónusta er í boði" segir Sigurður, "og er ekki er það verra fyrir gesti okkar að fá smá leiðsögn frá Hólmavík yfir í Bjarnarfjörð í leiðinni."

Image

Read more...

Það eru fá eða engin söfn eða sýningar á Íslandi jafn viðbúin því að taka á móti erlendum gestum og Galdrasýning á Ströndum. Frá upphafi hefur verið mikið lagt upp úr því að allar upplýsingar sé einnig hægt að nálgast á öðrum tungumálum en íslensku og á Galdrasafninu á Hólmavík fá enskumælandi gestir geislaspilara í hendur sem leiðir þá í gegnum sýninguna. Einnig eru bæklingar með sama efni á þýsku og frönsku. Í Kotbýli kuklarans er aðgöngumiðinn risastór bæklingur og hægt er að velja um íslensku, ensku eða þýsku.  Stefnt er að því að þýða efnið yfir á fleiri tungumál, s.s. á ítölsku, en ítalskir ferðamenn eru áberandi á Ströndum þegar líða fer á ágústmánuð.

Image

Á meðfylgjandi myndbandi má heyra hvatningu til gesta á Galdrasafninu á Hólmavík að heimsækja einnig Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði. Það er Magnús Rafnsson á Bakka í Bjarnarfirði sem ljáir Galdrasýningu á Ströndum rödd sína. Þessi lýsing er síðasta atriðið sem gestir Galdrasafnsins á Hólmavík  heyra í geislaspilaranum.

Kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði sem er annar áfangi Galdrasýningar á Ströndum er eins árs í dag en sýningin var opnuð með viðhöfn þann 23. júlí í fyrra en þáverandi formaður Ferðamálastofu Einar K. Guðfinnsson opnaði sýninguna með sérstökum lásagaldri. Aðsókn að sýningunni Kotbýli kuklarans hefur verið fremur dræm það sem af er sumri af einhverjum ástæðum sem hafa ekki verið krufnar til fullnustu. Engu að síður þá hafa ríflega 600 manns heimsótt Kotbýli kuklarans í sumars. Veðrið fyrripart sumars hefur eflaust sett nokkuð strik í reikninginn en undanfarna viku hefur heldur betur rofað til og aðsókn eftir því.  Kotbýli kuklarans er opið alla daga til 10. ágúst frá klukkan 10:00 - 18:00 og frá 10. ágúst til 1. september verður opið frá klukkan 12:00 - 18:00 alla daga.

Image
Gestir Kotbýlis kuklarans fræðast um almúgafólk á 17. öld

Gestir Kotbýlis kuklarans fræðast um almúgafólk á 17. öld og hvernig það notaði galdurinn til að gera hversdagsleikann bærilegri

Nýjir galdrabolir munu líta dagsins ljós í verslunum Galdrasýningar á Ströndum á Hólmavík og á Klúku á næstunni. Nýju bolirnir verða annarsvegar með afar fallegum ástarstaf sem er til að heilla hinn aðilann upp úr skónum og hin tegundin með mynd af galdrastafnum Ægishjálmi eins og hann kemur fyrir í galdraskræðu frá um 1670 ásamt meðfylgjandi texta. Bolirnir verða úr vönduðu efni og fást í tveimur sniðum, sérstöku kvensniði og venjulegu T-shirt sniði. Einnig verður áfram verslað með gömlu góðu, og svörtu Ægishjálmsbolina en þeir verða þó lítið eitt breyttir. Öllum bolum fylgir útskýring á tákninu á sérprentuðum miðum í hálsmálinu á íslensku og ensku. Bolina verður að sjálfsögðu einnig hægt að nálgast í sölubúð Galdrasýningar á Ströndum á netinu, Strandabúðinni. Meðfylgjandi mynd er af módelum við Galdrasafnið á Hólmavík.

Image
Módel í nýjum galdrabolum við Galdrasafnið á Hólmavík

More Articles...

Page 12 of 16

12

Mailing list

Restaurant Galdur